143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

viðhorf forsætisráðherra til loftslagsbreytinga.

[15:09]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég fagna því mjög að mér finnst tónninn hjá hæstv. forsætisráðherra annar í dag en í að minnsta kosti sá sem ég las um í fjölmiðlum í gær. Þetta er gríðarlega alvarleg staða.

Ég vil hins vegar nýta minn stutta tíma hér til að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort hann telji ekki brýnna að unnið verði að því annars vegar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, eins og sett hefur verið aðgerðaáætlun um, og líka að finna möguleika til þess að draga úr orkuneyslu. Þrátt fyrir að hér séu vissulega ákveðin tækifæri til framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum má líka ljóst vera að flutningur á þeirri orku skilur eftir sig talsvert vistspor fyrir utan að þar togast á aðrir hagsmunir, náttúrugæði sem við eigum sem þyrfti þá að fórna fyrir þá orku. Er ekki markmiðið sem þarf að fara í og er það ekki það ákall sem þjóðarleiðtogar þurfa að svara og kallað er eftir í skýrslunni hvernig við getum dregið úr orkunotkun og dregið úr neyslu? Það er ljóst að ef við tökum bara lifnaðarhætti Íslendinga þyrftum við margar jarðir en ekki aðeins eina.