143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

brottnám líffæra.

34. mál
[12:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tel að til að auka þrýsting á þá undirbúningsvinnu sem velferðarnefnd hefur komist að raun um að sé nauðsynleg áður en þetta ákvæði verður í lög fært hefði átt að fresta gildistökunni um tvö eða þrjú ár til að það væri þrýstingur á framkvæmdarvaldið og þá sem þar að standa til að vinna þessa undirbúningsvinnu.

Þess vegna ætla ég að sitja hjá við afgreiðslu málsins á þennan útvatnaða hátt sem mér finnst vera hér í gangi.