143. löggjafarþing — 110. fundur,  14. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[09:47]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari tillögu og fagna því að stjórnarflokkarnir standi við kosningaloforð sín, því að það var kosningaloforð beggja flokka, ekkert síður Framsóknarflokksins, að gefa fólki kost á því að velja hvort sparnaður þess færi inn í lífeyrissjóðakerfið eða í fasteignir eða hvort það kysi að eyða honum í eitthvað annað. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að fólk hafi val um hvernig það sparar eða hvort það sparar yfirleitt.