144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:03]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í ljósi þess að mjög margir málaflokkar heyra undir forsætisráðherra og að hann hefur verið að sópa að sér málaflokkum sem heyrðu áður undir menntamálaráðherra, er ósköp eðlilegt að við fáum tækifæri til að spyrja hann út í þessi mál. Einnig langar mig mikið til að spyrja hann út í til dæmis það hvernig fjárframlög til ríkisstjórnarinnar eru að bólgna út. Ef það á ekki við hér í dag, reyndar stendur forsætis- og dómsmálaráðherra á blaðinu sem við fengum, hvenær ætlar þá forsætisráðherra að svara þinginu um sín mál?