144. löggjafarþing — 9. fundur,  22. sept. 2014.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hv. 1. þm. Norðaust., geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Hjálmar Bogi Hafliðason. Hjálmar Bogi Hafliðason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Gunnar Bragi Sveinsson, hv. 1. þm. Norðvest., geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni.

Einnig hefur borist frá Helga Hrafni Gunnarssyni, hv. 10. þm. Reykv. n., um að hann geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þá Jón Árnason, 3. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, og Halldóra Mogensen, 1. varamaður á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. 1. og 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa boðað forföll.

Kjörbréf Jóns Árnasonar og Halldóru Mogensen hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þau hafa ekki tekið áður sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Jón Árnason, 1. þm. Norðvest., og Halldóra Mogensen, 10. þm. Reykv. n., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]