144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

gagnaver og gagnahýsing.

[10:57]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Já, nákvæmlega, vinna hefur verið í gangi í töluverðan tíma að reyna að finna lausn á þessu máli. Þeir eru búnir að finna slíka lausn í Bretlandi og það uppfyllir alveg þau skilyrði sem við þurfum að uppfylla vegna alþjóðasamninga. Þeir eru búnir að finna það. Gætum við farið sömu leið og þeir hafa farið? Svo virðist sem þetta sé, eins og hæstv. ráðherra sagði, túlkunaratriði á skattalögunum.

Við völdum þetta atriði sérstaklega í starfshópnum vegna þess að við vorum að velja atriði sem var hægt að vísa til ráðherra og svoleiðis, fá atriði í nokkrum flokkum, meðal annars breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi eða slíku, þar sem þyrfti sem minnst til að breyta hlutunum þannig að ekki þyrfti endilega að fara í stórar lagabreytingar eða reglugerðarbreytingar jafnvel, einhvers staðar þar sem þyrfti sem minnst til að breyta. Þetta er túlkunaratriði sem væri hægt að fara í.

Þetta er sú niðurstaða sem ég fékk þegar ég fór hringinn (Forseti hringir.) og talaði við alla hagsmunaaðila að þessu, meðal annars Landsvirkjun og Íslandsstofu og þá sem hafa verið helstir í því að auglýsa þennan iðnað, gagnaversiðnaðinn, og tækifærin (Forseti hringir.) á Íslandi, að þetta væri eitthvað sem væri langmikilvægast að ganga í strax.