144. löggjafarþing — 14. fundur,  6. okt. 2014.

uppbygging á Kirkjubæjarklaustri.

46. mál
[17:11]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Þegar þetta verk var hafið með framlagi úr ríkissjóði í hið fyrsta sinn áttum við sem þá vorum í ríkisstjórn mikinn stuðning hjá núverandi ráðherra og ekki bara stuðning heldur hvatningu og þótti ráðherranum sem þá var þingmaður ekki nóg að gert. Ég verð að segja það að mér finnst raunalegt til þess að vita að hér er um að ræða enn einn starfshópinn sem hæstv. ráðherra kynnir til sögunnar, til þess að leiða fram skoðanir heimamanna eins og hann orðar það, þegar við eigum forgangsröðun landshlutans sjálfs í niðurstöðu sóknaráætlunar landshlutanna. Mér þykir raunalegt að hæstv. ráðherra skuli ekki vera reiðubúinn til þess að byggja á þeirri vinnu þegar um er að ræða sveitarfélag eins og þarna er sem er í gríðarlega mikilli varnarbaráttu. Það að starfshópurinn skuli aukin heldur bara vera skipaður fulltrúum stjórnarflokkanna finnst mér sýna hvaða (Forseti hringir.) nálgun hæstv. ráðherra vill viðhafa í þessu mikilvæga byggðamáli þar sem við ættum öll að sameinast um að hjálpa til (Forseti hringir.) við málið í stað þess að skipa okkur í pólitískar fylkingar.