144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

staða kvenna í landbúnaði og tengdum greinum.

179. mál
[15:43]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er fín tillaga og ég kem til með að styðja hana, en ég vildi vekja athygli á því að allir flutningsmenn tillögunnar eru konur. Mér finnst alveg þess virði að nefna þetta vegna þess að jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna heldur málefni okkar allra, sem við eigum öll að taka þátt í. Mér finnst mikilvægt að það sé ekki bara þannig að karlmenn taki þátt í því að styrkja jafnrétti kynjanna, mér finnst líka mikilvægt að það líti þannig út vegna þess að ef það lítur ekki þannig út getum við ekki mælt það.

Að því sögðu aðhyllist ég þessa tillögu og kem til með að styðja hana.