144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[16:41]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa fjögur bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 116, um sendingu sönnunargagna með tölvupósti, á þskj. 117, um aðgengi handhafa rannsóknarheimilda að upplýsingum, á þskj. 118, um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2008, allar frá Helga Hrafni Gunnarssyni, og á þskj. 121, um haldlagningu netþjóna, frá Birgittu Jónsdóttur.

Einnig hafa borist tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 134, um aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum, og á þskj. 137, um framlög ríkisaðila til félagasamtaka, báðar frá Birgittu Jónsdóttur.

Borist hefur eitt bréf frá utanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 133, um fulltrúa Ísland á erlendum vettvangi, frá Birgittu Jónsdóttur.