144. löggjafarþing — 27. fundur,  4. nóv. 2014.

tekjustofnar sveitarfélaga.

29. mál
[18:22]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrri spurningin varðaði sveitarfélög sem eru mjög nálæg hvert öðru. Maður hefur stundum heyrt fólk vera eitthvað fúlt út í næsta sveitarfélag vegna þess að þar eru kannski úrræði til staðar sem ekki eru til staðar í öðru sveitarfélagi og stundum hefur komið upp, alla vega í tali fólks, einhver rígur milli sveitarfélaga vegna þess að þjónustustig eru mismunandi. Ég velti fyrir mér hvort það séu ekki ákveðin rök fyrir því að hafa lágmarksútsvar þannig að sveitarfélag geti ekki beinlínis nýtt sér það að önnur sveitarfélög bjóði upp á meiri þjónustu með hærra útsvari og boðið upp á lægra útsvar sjálft, með því að varpa einhvern veginn ábyrgðinni á annað sveitarfélag. — Já, ég held að ég láti þetta duga.