144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[11:58]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir greinargerð sína fyrir þessum breytingum sem margar hverjar eru tæknilegs eðlis. Ég vildi fyrst og fremst kanna það hjá hæstv. ráðherra hvort frumkvæði að þessum breytingum öllum komi frá embætti ríkisskattstjóra eða úr ráðuneytinu eða hvort það komi í einhverjum tilfellum annars staðar frá.

Sérstaklega vildi ég spyrja hæstv. ráðherra um það ákvæði frumvarpsins er lýtur að milliverðlagningu og breytingu á lagaákvæðum þar að lútandi, hvort frumkvæði að því komi frá ríkisskattstjóra og hvort það ákvæði hafi verið borið undir embætti ríkisskattstjóra og embætti skattrannsóknarstjóra og þær breytingar sem hér eru lagðar til.