144. löggjafarþing — 36. fundur,  20. nóv. 2014.

fjarvinnsluverkefni fyrir skjalasöfn.

[11:08]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Það mun koma fram ef einhverjar breytingar eru fyrirhugaðar við 2. eða 3. umr. Við hv. þingmaður getum þá átt orðastað um það ef einhverjar slíkar breytingar verða í meðförum þingsins.

Hvað varðar fjölda skriflegra fyrirspurna til ráðuneytanna er alveg rétt að hann hefur aukist til mikilla muna, svo ekki sé meira sagt. Í sjálfu sér er það réttur þingmanna að senda slíkar fyrirspurnir inn þó að auðvitað verði að gæta meðalhófs í því. Það breytir ekki því að ef hv. þingmaður vill fá sérstök eða nánari svör um þetta mál en hér er hægt að veita, þá ítreka ég að það er auðvitað réttur hv. þingmanns að senda fyrirspurn til ráðuneytisins og að sjálfsögðu munum við svara henni. En ég bendi á að fram undan er 2. umr. um fjárlög og 3. umr. og komi fram einhverjar breytingar er hægt að ræða þetta mál þá.