144. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2014.

örnefni.

403. mál
[14:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er kannski allt einhver misskilningur hjá mér. Ég sé ekki að það sé verið að breyta lögum um örnefnanefnd; mér sýnist vera að festa hana í lög. Svo er það bara þannig að það er margt til. Þurfum við að taka allt sem gott er, eins og örnefnanefnd og hvernig hún starfar og o.fl., og festa það með lagabókstaf?

Ég er algjörlega á öðru máli en ráðherrann. Mér finnst að við séum með þessu að stofnanavæða hluti sem hafa gengið vel og við eigum að halda í þann arf okkar. Ég hefði sannast að segja haldið (Gripið fram í.) að núverandi menntamálaráðherra væri ekki mjög mikið fyrir að setja allt í beisli eða einhverja … (ÁPÁ: Ríkisforsjá.) — ríkisforsjá, já, ég þakka formanni mínum vel fyrir að gefa mér þetta orð. Það er nokkuð sem ég hélt að ráðherrann mundi ekki beita sér fyrir.