144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[23:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Maður hefur vit fyrir börnum. Maður segir þeim hvað þau eiga að borða, sérstaklega ef maður er foreldri þeirra. Maður á ekki að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Maður getur hins vegar frætt fullorðið fólk um að eitthvað sé hættulegt, skaðlegt o.s.frv. og að það eigi að kíkja á vigtina öðru hverju og athuga blóðsykurinn. Það er upplýsing og ég er hlynntur henni. Ég er algerlega á móti því að fara að skipa fólki fyrir með ofurháum tollum. Sykurskatturinn skaðaði svo sem ekki en ég hef grun um að hann hafi heldur ekki gagnast mikið.

Svo sagði hv. þingmaður að tollalækkun og tollahækkun kæmi mismunandi fram í verðlagi. Nú gerist það merkilega að verslanir auglýsa áður en frumvarpið hefur verið samþykkt lækkanir á rafmagnstækjum, sjónvörpum, ísskápum o.fl. Þetta gerist áður en frumvarpið er samþykkt. Það er svona bratt vegna þess að lækkunin er svo mikil.