144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:27]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegu forseti. Við þurfum samt að hafa það á hreinu. 35 milljónir í gólfið er eitt, við erum sammála um það og það er hið besta mál. Það er margt gott sem hefur bæst við á milli umræðna. En dreifnámið skiptir miklu máli og mér finnst að við þurfum að vera með það tryggt áður en við klárum þessa umræðu.

Annað. Listaháskólinn er í óviðunandi húsnæði. það er heilsuspillandi. Búið var að ákveða að 50 milljónir ætti að greiða til að laga það húsnæði, en það var ekki greitt. Þar sem Listaháskólinn ber svolítið skarðan hlut frá borði langar mig að spyrja hvort til standi að bæta það, því eins og ég segi er húsnæðið heilsuspillandi.

Önnur spurning er hvort formaður hv. fjárlaganefndar sé tilbúinn til að breyta og halda inni 3,5% hækkun til öryrkja.