144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:02]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki alveg jafn — ég veit ekki hvort ég á að segja bjartsýn og hv. þingmaður eða tilbúin að trúa því í raun að þetta sé meðvitað eða að þetta sé stefnuleysi hjá hæstv. ríkisstjórn. Ég er svolítið hrædd um að þetta sé einmitt meðvituð stefna og hún fari að breyta samfélagi okkar ansi mikið. Við hv. þingmaður erum hins vegar sammála um mjög margt hvernig samfélagið ætti að vera en ég mundi samt hafa áhuga á því að heyra — ekki er hægt að setja fram heildstæða stefnu á einni mínútu. En hvað eru að mati hv. þingmanns svona helstu atriðin sem við þurfum að hafa í huga til að á Íslandi verði samfélag þar sem allir geta haft það gott, svona topp þrír? (Forseti hringir.)