144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:01]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef talsverðar áhyggjur af fyrirhugaðri breytingu á virðisaukaskattinum og kannski sérstaklega því sem lýtur að mat, að hækka virðisaukaskatt á mat úr 7% í 11%, einmitt vegna þeirra áhrifa sem það hefur á lágtekjufólk og fólk sem jafnvel nú þegar er í þeirri aðstöðu að eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Staða þess fólks verður svo sannarlega ekki betri við þessa breytingu og líkt og ASÍ hefur meðal annars bent á þá kemur þessi breyting á virðisaukaskatti á mat verst niður á þeim allra tekjulægstu, þeir eyða stærri hluta tekna sinna í mat en þeir sem meiri ráðstöfunartekjur hafa. Þess vegna finnst mér þetta afleitt svo að ekki sé fastar að orði kveðið.