144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:06]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Eitt er alla vega ljóst, ríkisstjórnin kemst ekki upp með það að lækka útvarpsgjaldið og láta bæði stjórn og framkvæmdaráð Ríkisútvarpsins vinna sín skítverk við það að skera niður. Núna vita allir landsmenn að þetta er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, það er á ábyrgð meiri hlutans á Alþingi þegar þjónustan fer að skerðast hjá Ríkisútvarpinu, sama hvaða hugmyndir menn hafa um það hver þjónustan eigi að vera. Þessi tillaga er um að láta pólitískt skipaða stjórn Ríkisútvarpsins, þessi ríkisstjórn og þessi þingmeirihluti skipaði sex menn og minni hlutinn fékk þrjá, vinna skítverkin. Þau sögðu nei og voru öll sammála um að það ætti ekki að skerða þetta gjald og sögðu: Við getum ekki uppfyllt okkar lagalega hlutverk.

Verið heiðarleg í meiri hlutanum, ef þið viljið ekki að Ríkisútvarpið sinni því sem það segist þurfa þessa fjármuni til að sinna, breytið þá lögunum. Þið eruð nýbúin að því, þið getið gert það aftur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)