144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Ég vek athygli á því að hér fær forsætisráðuneytið 26 millj. kr. aukalega. Það er um það bil það sem til dæmis BUGL þyrfti, rétt rúmlega það. Mér þætti athyglisvert að vita hvort gert sé ráð fyrir þessum 65 millj. kr. sem þarf til þess að geta haft sjö aðstoðarmenn í einu ráðuneyti. Það vantar aðstoðarmenn víðar og sér í lagi í heilbrigðiskerfinu. Ég vil vekja sérstaka athygli á því ástandi sem er í þessu samfélagi þegar kemur að geðheilbrigðismálum barna, en það virðist hafa fyrirfarist í þessu frumvarpi að gera ráð fyrir því.