144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:30]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Hér erum við að gera tillögu um að láta hlutina heita það sem þeir ættu að heita. Með því að segja að hér séum við að fjalla um græna hagkerfið er auðvitað ekkert annað en hið sérstaka tungumál sem viðhaft var í skáldritinu 1984 eftir George Orwell og var að jafnaði kallað „Newspeak“. Mér finnst mjög mikilvægt að við tökum hér upplýsta ákvörðun og ég óttast að margir þingmenn stjórnarmeirihlutans átti sig ef til vill ekki á því að við erum alls ekki að tala um græna hagkerfið heldur skúffu sem er í forsætisráðuneytinu. Forsætisráðuneytið er orðið óheyrilega dýrt í rekstri og þetta er enn einn liðurinn í óskiljanlegri röðun á fjármunum sem ekki hafa neitt að gera með græna hagkerfið. Við óskum eftir því að það verði leiðrétt nú þegar.