144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er greinileg aðför að RÚV. Það er alveg furðulegt að horfa hér upp á þingmenn meiri hlutans sem tóku þátt í stefnumótunarvinnu á Alþingi á síðasta kjörtímabili hreykja sér af því í fyrsta lagi að láta útvarpsgjaldið renna óskipt til RÚV og ætla síðan að skerða nefskattinn til RÚV. Það væri öllu heiðarlegra að þingmenn meiri hlutans mundu þá bara hreinlega selja RÚV. Það væri öllu heiðarlegra í staðinn fyrir að draga hægt og bítandi lífið úr þessari mikilvægu stofnun. Þetta er ótrúleg aðför að RÚV og mér er sama þó að sumir þingmenn meiri hlutans hnussi hneykslanlega yfir því að ég segi það en það er staðreynd. Margir þingmenn hafa talað um að þeir séu ósáttir við fréttaflutning og stjórn RÚV sem þeir völdu þó sjálfir.