144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegur forseti. Ef það að hækka framlög til Ríkisútvarpsins heitir að draga lífið úr viðkomandi stofnun, hver var þá stefna síðustu ríkisstjórnar? Það er búið að hækka framlagið um 485 millj. kr. á ári ef þetta nær fram að ganga frá því sem var hjá síðustu ríkisstjórn. (Gripið fram í.) Það er búið að hækka þetta um 15%. (SSv: Hvað segir stjórn RÚV, Guðlaugur Þór?) Hvað sögðu (Gripið fram í.) hv. þingmenn Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir þegar þau skrifuðu útvarpinu bréf? Ég hvet hv. þingmenn til að lesa það. (SSv: Hvað segir …?) Hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur er mjög órótt og skil ég þ að vel og er alls ekki orðlaus frekar en fyrri daginn. Hér er gerð tillaga um að hækka framlagið um milljarð á ári, 30%. Ég hvet (Gripið fram í: Af hverju …?) aðila til að skoða fjármál Ríkisútvarpsins, (Forseti hringir.) framlögin á síðasta kjörtímabili og áherslur stjórnarandstöðunnar því að það er ekki í grunnþjónustu, virðulegi forseti. Ég segi nei.