144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:42]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að leggja til 400 milljónir í sóknaráætlun. Ég tel það vera með þeim betri byggðaaðgerðum sem hafa verið framkvæmdar þar sem verkefnin eru færð út til sveitarfélaganna og landshlutasamtökin vinna að því að byggja upp ýmislegt og fá fjármuni til þess frá ríkinu, sem vinnst miklu betur þegar þetta er unnið í nærumhverfinu. Ég tel með ólíkindum hvernig núverandi ríkisstjórn hefur vegið að þessu verkefni, sem er mikil ánægja með þvert á flokka. Það að styðja ekki þessar 400 milljónir lýsir hug þingmanna til þessa öfluga verkefnis sem hefur verið mikil sátt um vítt og breitt um landið, alveg þvert á flokka. Árið 2013 var 400 milljónum varið í þetta verkefni og voru það fjárlög sem fyrri ríkisstjórn lagði fram en það var byrjað á því að skera það niður af núverandi ríkisstjórn.