144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:08]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með þeim tveimur hv. þingmönnum og fyrrverandi samgönguráðherrum sem hér hafa talað um þá hraksmánarlegu upphæð sem verið er að setja í nýframkvæmdir í vegamálum. Það er eiginlega alveg með ólíkindum að horfa upp á það metnaðarleysi að tæpar 300 millj. kr. séu settar í þennan málaflokk. Hafa menn engar hugmyndir eða metnað til þess að standa sig betur en þetta? Ég nefni sem dæmi tvöföldun á milli Selfoss og Hveragerðis og aðskilnað akstursstefnu upp til Borgarness. Er enginn metnaður í þessari ríkisstjórn? Með þessari breytingartillögu er gerð tilraun til þess að lagfæra þær ógöngur sem hæstv. ríkisstjórn er komin í. Ég segi já.