144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:14]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég fagna því sérstaklega að hér stendur til að samþykkja 40 millj. kr. framlag til að hefja rannsóknir til að undirbúa endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn. Höfnin í Þorlákshöfn er gríðarlega mikilvæg fyrir alla Sunnlendinga. Sveitarfélögin á Suðurlandi stóðu að því öll sem eitt að því að koma þessari höfn í gagnið á sínum tíma og við fögnum því sérstaklega að þingið sýni með þessu vilja til þess að halda áfram því mikilvæga uppbyggingarstarfi sem nauðsynlegt er á þessu svæði.