144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:03]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Við í Bjartri framtíð styðjum þetta en við gerum það í þeirri trú að þingheimur og stjórnarmeirihlutinn átti sig á því að fjárþörfin er meiri í heilbrigðisþjónustunni, ekki bara í Landspítalanum heldur líka í heilbrigðisstofnunum úti á landi. Það veldur mér ákveðnum áhyggjum, eins og ég sagði áðan, að menn tala eins og 1 milljarður sé bara lausn á öllum vanda og það þurfi jafnvel ekkert að tala um það meira. Við greiðum atkvæði með þessu í þeirri trú að það sé röng tilfinning hjá mér og að við áttum okkur á því hér í þinginu að það þarf að gera betur á komandi árum eftir mjög erfið ár í efnahagslífinu sem bitnuðu mjög illa, því miður, á heilbrigðisstofnunum og grunnþjónustu í landinu.