144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:51]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins til að bregðast við þessari tillögu sem varðar skattrannsóknarstjóra ríkisins. Við leggjum til viðbótarfjárhæð miðað við það sem kemur fram hjá meiri hlutanum og teljum fulla ástæðu til, því að þrátt fyrir að lagt sé meira til embættisins en áður var af hálfu ríkisstjórnarinnar segir skattrannsóknarstjóri að hann þurfi að hafa meira fjármagn til þess að hafa burði til að vinna úr þeim upplýsingum sem fengjust keyptar, m.a. úr skattaskjólum. Okkur þykir tilhlýðilegt að með aukinni innheimtu skatta almennt sem ekki hafa innheimst eins og hér hefur verið rakið af mér og öðrum þingmönnum sem og þeim upplýsingum sem væntanlega er hægt að fá úr skattaskjólum að þá þurfi til þess fjármuni og mannafla. Skattrannsóknarstjóri er ekki ofalinn af því.