144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þetta er sá liður sem við ættum að skoða fyrst. Þá hefðum við ekki heyrt eins margar ræður um góðu málin og enn betri málin. Hér er lagt til og af nauðsyn, því að þetta er gerður hlutur, að leggja rúmlega 80 milljarða til að greiða vexti. Þetta eru 250 þús. kr. á hvert einasta mannsbarn í landinu, þetta eru 600 þús. kr. á hvert heimili. Þetta eru 50 þús. kr. á mánuði sem hvert heimili greiðir og þetta er vegna þess að við höfum verið of góð undanfarin ár, við erum of góð og við erum að eyða um efni fram enn þá.