144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:34]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við höfum nú lokið atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. fjárlaga og það vekur athygli að forsætisráðherra er ekki viðstaddur þessa mikilvægu atkvæðagreiðslu í stærsta máli hverrar ríkisstjórnar.

Við höfum farið yfir allnokkur mjög stór pólitísk mál í dag, Ríkisútvarpið, sjúklingaskatta o.fl. sem auka ójafnræði í samfélaginu. Forsætisráðherra er ekki hér, hann hefur borið á góma nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmiss konar undirhlaðning undir eigin embætti.

Ég vil spyrja hæstv. forseta: Er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagerðum?