144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:45]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er ég nákvæmlega búinn að gera. Hæstv. menntamálaráðherra sat hér í sæti sínu og hlýddi á mig biðja hann að koma upp og lýsa sínu faglega mati á því hvort þetta gengi en hann hvarf úr salnum. Sama gerði að sjálfsögðu formaður hv. fjárlaganefndar, sem ekki sá ástæðu til að reyna lengur að svara fyrir þetta mál. Það voru að vísu frammíköll úr hliðarsal frá flokkssystkinunum hv. formanni fjárlaganefndar og hv. þm. Höskuldi Þórhallssyni, en meira var það ekki.

Svona er þetta bara því miður. Það virðist ekki hægt að bjarga þessu. Ég endurtek það að ég hef gert hvað ég hef getað. Sjálfskaparvítin eru verst og það munu þeir fá að upplifa í þessu máli sem hafa búið það til.