144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:07]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er margt í þessu fjárlagafrumvarpi sem er ekki gott en þó margt líka sem er ágætt, sem betur fer. Við sjáum mikið eftir þeim fjármunum sem fara í skuldaniðurfellinguna og höfðum viljað nýta þá fjármuni í annað, t.d. að greiða niður skuldir ríkissjóðs og í uppbyggingu á grunnstoðum. Við hefðum viljað sjá skýrari framtíðarsýn og skýrari stefnu stjórnvalda. Við munum sitja hjá um frumvarpið í heild en greiðum svo atkvæði með og á móti tillögum eftir því sem okkur sýnist.