144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

meðferð sakamála og lögreglulög.

430. mál
[19:26]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Ég hef tekið eftir því að honum er umhugað um að þessir hlutir séu í lagi, að það sé ljóst að við meðferð mála af þessu tagi sé engin hætta á því að menn séu litaðir af því umhverfi sem þeir eru í, og ég bið menn að taka þessu gætilega.

Ég tel reyndar að það fyrirkomulag sem hér er lagt til sé traust. Ég held að með því að það sé komin kæruleið til efra setts ákæruvaldsstigs fáum við mjög mikilvæga réttarbót, ég held að almennt þurfum við að skoða þau mál mjög vel en að tryggt sé að það atriði sem hv. þingmaður nefnir sem varðar borgarana komi til skoðunar hjá æðra stjórnvaldi.

Það er nefnd að störfum eins og hv. þingmanni er kunnugt sem fer nánar ofan í þessa einstöku þætti. Ég trúi að út úr því starfi fáum við enn skýrari mynd af því hvað er heppilegast í þessu og ég held að hér fáum við skilvirkara og betra kerfi en við búum við núna.