144. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2015.

félagsþjónusta sveitarfélaga.

416. mál
[19:09]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hæstv. ráðherra að ef þetta leiðir til þess að sveitarfélög almennt fara að meta gæði þeirrar þjónustu sem þau veita hverju sinni innan þessa geira sem hér er félagsþjónustan, sem svo getur verið nátengt því sem er fræðslu- og menningarsvið í hverju og einu sveitarfélagi, ef hægt er að setja upp teikn sem gefa til kynna hvernig íbúarnir eru þjónustaðir og hver gæði þjónustunnar eru getur það verið af hinu góða. Enginn veit í sjálfu sér hvort þjónustan er slæm eða góð nema til séu mælitæki sem hægt er að horfa til og nota til að bera saman til þess að fá það besta út úr því sem við höfum úr að spila hverju sinni.