144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[19:05]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál er komið á hreint og að því verði vísað til hv. atvinnuveganefndar. Eins og í mörgum öðrum málum þarf samstarf fleiri nefnda um svona mál þar sem það snertir marga fleti og það hefur aldrei staðið annað til en þetta fari til umfjöllunar og umsagnar í umhverfisnefnd þingsins og eftir því sem á við í efnahagsnefnd þingsins. Ég held að markmið okkar allra sé það sama í þessu, að finna leið sem náðst getur víðtæk sátt um og leiðir til þess að við náum að byggja upp enn öflugri ferðaþjónustu í framtíðinni byggða á sterkum grunni innviða.