144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

kostnaðarmat með frumvörpum.

[10:33]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Í lögum um þingsköp segir í 2. mgr. 30. gr.:

„Mæli nefnd með samþykkt lagafrumvarps eða þingsályktunartillögu skal hún láta prenta með áliti sínu áætlun um þann kostnað sem hún telur ný lög eða ályktun hafa í för með sér fyrir ríkissjóð.“

Upplýsingasvið Alþingis segir mér að þetta ákvæði í lögum sem kom inn 2011 sé ekki komið til framkvæmda. Það eru fjögur ár liðin. Ég hef nefnt þetta áður í ræðustól og svo virðist sem ekki séu til peningar í þetta. Það eru ekki til peningar í að meta fjárhagsleg áhrif af lögum sem eru samþykkt á Alþingi þótt nefnd mæli með því að kostnaðarmat fylgi því.

Það sem mig langar að vita og bið forseta að segja okkur og þjóðinni allri er hvenær hann hyggist tryggja að þessum ákvæðum í lögum, þegar við erum að samþykkja lög, verði framfylgt.