144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[17:58]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með þeim sem hér hafa komið upp og lýst furðu sinni yfir því hvar hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans eru núna, sömu þingmenn og greiddu atkvæði um það fyrir tveimur klukkutímum eða svo að haldinn skyldi kvöldfundur um þetta mál sem væri svo brýnt að klára 2. umr. um að ekki mætti fresta umræðunni og taka málið aftur til nefndar og vinna þar að lausn á málinu sem allir ættu að geta sætt sig við.

Mér finnast það hreinlega mjög furðuleg vinnubrögð að fara fram á þetta, krefjast þess með atkvæðagreiðslu að fundað verði um málið fram á kvöld og láta sig síðan hverfa og ætla greinilega ekki að taka þátt í þeirri mikilvægu umræðu.