144. löggjafarþing — 78. fundur,  5. mars 2015.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

30. mál
[14:15]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi setning skýrir sig nú að mestu leyti sjálf ef menn leggja sig eftir því. Það segir ósköp einfaldlega að það sé verið að auka heimild til að fjárfesta í innlendum óskráðum bréfum úr 20% í 25%. Þar af leiðandi minnkar þrýstingur á að fjárfesta utan lands, sem ég tel að sjóðunum sé höfuðnauðsyn í dag. Og ég tel að þau fyrirtæki sem vilja koma til Íslands og fjárfesta í beinni erlendri fjárfestingu geti skapað hagvöxt en það er ekki tilgangur þeirra að skapa hagvöxt, það er tilgangur þeirra að framleiða vörur.

Það er okkar markmið hér að skapa skilyrði til hagvaxtar, en ef við förum að búa til einhverjar svona gerviaðgerðir til að skapa hagvöxt, það getur ekki endað nema á einn veg, það getur endað með þjóðargjaldþroti. Ég hef lokið máli mínu, virðulegi forseti.