144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

raforkumál á Norðausturlandi.

569. mál
[17:09]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Fyrst aðeins í gamansömum tón, það fer hæstv. ráðherra mjög vel að gera líkt og gert var á síðasta kjörtímabili, eins og hér hefur verið lýst, að skipa starfshóp fyrir raforkumál á norðausturhorninu eins og gert var fyrir Vestfirði. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvort það hefur verið tillaga úr starfshópnum á Vestfjörðum en ekki alls fyrir löngu var opnuð mikil stöð í Bolungarvík sem sannaði sig heldur betur í rafmagnsleysi fyrir nokkrum dögum, ekki liðu nema nokkrar sekúndur þangað til sú stöð kom inn og tryggði rafmagn að mig minnir alveg fyrir Þingeyri, Bolungarvík, Ísafjörð og allt það svæði sem ekki var áður. Þess vegna fagna ég því að ráðherra hafi skipað þennan starfshóp vegna þess hvað málið er brýnt á norðausturhorninu eins og hv. fyrirspyrjandi hefur tekið dæmi af um fiskimjölsverksmiðjuna sem er ekki hægt að setja upp með rafmagni sem er með miklu meiri kostnað við brennslu en aðrar verksmiðjur en verður núna (Forseti hringir.) samkeppnishæf. Ég vil nota þetta (Forseti hringir.) tækifæri og hvetja ráðherra til að láta þennan starfshóp vinna hraðar (Forseti hringir.) vegna þess hve brýnt verkefnið er.