144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[22:38]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég segi líka eins og hv. þm. Katrín Jakobsdóttir að mig þyrstir í að heyra í hv. formanni utanríkismálanefndar, ég verð bara að segja það, af því að ég veit að hann hefur í krafti síns embættis mikla þekkingu á þessu máli sem hann getur miðlað til okkar hinna. Ég er ekkert að grínast neitt með það. Það yrði miklu dýpri, fróðlegri og skemmtilegri umræða ef þegar þeir sem um málaflokkinn fjalla, ekki dagsdaglega en svona reglulega eins og hæstv. ráðherra og þá hv. formaður utanríkismálanefndar, mundu sjá sér fært að uppfræða okkur hin betur um þessi mál og taka þátt í umræðunni. Ég skora á þá báða að gera það og auðvitað vildi ég sjá miklu fleiri hafa einhvern áhuga á að koma í umræðu í þessu alvarlega máli.