144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[23:27]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég verð að segja nei, ég hef ekki kynnt mér þetta mál. Eins og með margt annað í þessu húsi virðast vera klókar leiðir til að komast að raunverulegum markmiðum. Það er mjög furðulegt að aldrei sé hægt að koma hlutunum hreinskilnislega frá sér, það eru alltaf einhverjir leikir í gangi sem er alveg ómögulegt fyrir venjulegt fólk að fylgjast með og skilja hvað er í gangi. Mér finnst það mjög áhugavert sem hv. þingmaður bendir á og væri til í að fræðast meira um það, en ég get ekki sagt að ég hafi kynnt mér málið.