144. löggjafarþing — 86. fundur,  26. mars 2015.

svar við fyrirspurn.

[11:13]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég átti í orðaskiptum við hæstv. fjármálaráðherra um leiðréttingu á forsendubresti námslána. Ég vil af því tilefni koma hér upp og kvarta vegna þess að þann 3. febrúar lagði ég fram fyrirspurn til hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra um kostnað við slíka leiðréttingu á sömu forsendum og voru notaðar við leiðréttingu á húsnæðislánum en svar hefur ekki borist og engin tilkynning um frestun á svari heldur. Nú er mars að renna sitt skeið og það lítur út fyrir að ég fái ekki þetta svar fyrir páskaleyfi. Ég lýsi áhyggjum af því sem og hinu að svo virðist sem ríkisstjórn Íslands telji þessar skuldir ekki hvíla á íslenskum heimilum og vera byrði á þeim. Ríkisstjórnin sýnir mikið skeytingarleysi þegar kemur að þessum málum.