144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum og starfsáætlun.

[15:36]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Varðandi fyrirspurnir hv. þingmanns vill forseti taka fram að hann hefur skilið það svo að hér væri í gangi ákveðið fyrirkomulag sem hefði verið sett á laggirnar til að tryggja aðkomu hv. þingmanna að upplýsingum um gjaldeyrishöftin og telur eðlilegt að það fyrirkomulag sé virt.

Varðandi önnur þingmál sem hv. þingmaður spurðist fyrir um hefur komið fram að væntanlega yrði að flytja þingmál sem lytu með einhverjum hætti að gjaldeyrishöftunum þannig að forseta er auðvitað ljóst að til þess kunni að koma. Hvenær nákvæmlega það gerist er forseta vitaskuld ekki kunnugt.