144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

samráð um frumvörp um húsnæðismál.

[16:10]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég skal viðurkenna það að ég skil ekki alveg hvað hv. þingmaður á við varðandi framkomu mína gagnvart starfsmönnum Stjórnarráðsins. (Gripið fram í.) Ef það þykir ekki lengur við hæfi að senda duglegu fólki kort eða jafnvel gjafir þá veit ég ekki alveg hvert við erum komin í okkar samfélagi.

Það kemur skýrt fram í fjögurra ára ríkisfjármálaáætlun að húsnæðismálin eru eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og ég hvet hv. þingmann til að kynna sér þann texta sem þar stendur.