144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

fjárveitingar til háskóla.

519. mál
[16:48]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég skildi það af ræðu hæstv. ráðherra að mikil vinna væri í gangi í því að athuga hvort aðferðirnar sem notaðar eru til að deila út fjármagni séu réttar eða ekki. Þetta var samt ekki alveg skiljanlegt. Ég get ekki skilið af hverju menn geta ekki, þó að þeir séu orðnir ráðherrar, haft skoðun á hlutunum. Telur ráðherrann að þau reiknilíkön sem nú eru í notkun fullnægi þörfum háskólanna, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands eða Háskólans á Akureyri?

Mig langar líka að spyrja hæstv. ráðherra: Hvað finnst honum um það þegar fjárlaganefnd kemur og færir, án þess að ráðuneytið virðist komast nokkurs staðar að, allt í einu 40 milljónir inn í Háskólann á Hólum og (Forseti hringir.) skólameistari þar er alveg steinhissa og veit ekkert (Gripið fram í.) hvaðan á sig stendur veðrið? Ég meina, hvað finnst ráðherra? (Forseti hringir.) Getur hann sagt mér hvað honum finnst um þessi vinnubrögð?