144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[18:13]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hennar ágætu ræðu. Ég vil spyrja hv. þingmann að því hvort hún sé í hópi þeirra Íslendinga sem gera enga fyrirvara um aðild að ESB, hvort hún sé sátt við að taka þátt í Evrópuvegferðinni fyrirvaralaust. Mér skilst að þannig hafi skoðanakannanir verið að flestir landsmenn vilji ekki vera aðilar að Evrópusambandinu og síðan er einhver minni hluti sem er til í að skoða það en þó með fyrirvörum. Ég vil spyrja hv. þingmann hvaða fyrirvara hún setji, hvort þeir séu ófrávíkjanlegir og hvernig hún líti á það umboð sem ríkisstjórninni var falið árið 2009 af Alþingi. Var það með fyrirvörum eða var það án fyrirvara?