144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[16:25]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér nefnir hv. þingmaður töluna 100–150 milljarðar. Þegar menn koma fram með svona bullumræðu verða þeir að leggja einhverja pappíra á borðið um það hvað þeir eru að verðleggja og hvernig þeir fara að því. Síðan skulum við taka umræðuna um það hvernig lögin í landinu eru, hvað álit umboðsmanns sagði, hver til að mynda stefna ríkisstjórnarinnar er og hvaða lög gilda í þessu landi.

Þá er komið að því að hlutdeildarsetja makríl. Það gerum við með talsvert mikilli breytingu frá því sem áður hefur verið gert, annars vegar að tímabinda þetta til sex ára og hins vegar leggja á sérstakt gjald umfram veiðigjaldið. Ég held að við ættum að ræða málefnalega við hvaða verðmæti við erum að glíma og hvernig við úthlutum á löglegan hátt atvinnuréttindum inn í atvinnugrein sem hefur starfað hér frá ómunatíð.