144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

nýtt vegstæði yfir há-Holtavörðuheiði.

623. mál
[16:35]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Mig langar aðeins í þessu samhengi að minna á umræðuna sem er um Teigsskóg vegna þess að þar hefur krafan um láglendisveg verið mjög hávær á síðustu árum. Það er mjög þarft fyrir okkur sem fjöllum um samgöngumál í þinginu að hafa í huga að þegar einmitt um er að ræða veglínur eins og yfir Holtavörðuheiði, Hellisheiði, Bröttubrekku og fjölmarga aðra vegi sem mjög stór hluti almennings fer um og eru mjög þungar umferðaræðar er um að ræða vegi sem eru tugum og jafnvel hundruðum metrum hærri en Hjallaháls sem vegurinn um Teigsskóg á að leysa af. Ég vil bara geta þessa í þessu samhengi vegna þess að það á að vera keppikefli okkar að reyna eftir fremsta megni að lækka vegina, en vilji menn gera það eru mjög margir aðrir umferðarþyngri vegir en Teigsskógur sem þurfa að koma þar fremst í röðina.