144. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2015.

húsaleigulög.

696. mál
[15:22]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur fyrir andsvarið. Ég tek undir með þingmanninum að ég hefði óskað þess að ég hefði verið hér í dag með fjögur mál á dagskrá sem snúa að húsnæðismálunum. Þau eru hins vegar enn í kostnaðarmati í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og mínir starfsmenn eru í daglegum samskiptum við fjármálaráðuneytið í að veita þeim upplýsingar sem snúa að þeim frumvörpum. Þetta eru viðamikil og stór mál, og það hefur svo sannarlega endurspeglast í þeim fyrirspurnum sem hafa borist frá fjármálaráðuneytinu.