144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[17:18]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að menn ætli ekki að sóa söluandvirði Landsbankans, en þó er ástæða til þeirra grunsemda miðað við aðgerðir sem gripið hefur verið til undanfarið.

Ég verð að segja strax í upphafi að ég er ekki jafn heitur í þessu máli og margir aðrir. Ég gagnrýndi frumvarpið um Bankasýsluna á sínum tíma vegna þess að mér fannst það fyrirkomulag ekki fullkomlega vera það armslengdarfyrirkomulag sem var talað um að það væri. Eins og ráðherra hefur farið yfir var fullkomið vald ráðherrans yfir stofnuninni þannig að mér finnst þetta alltaf hafa mögulega getað virkað sem einhvers konar skálkaskjól fyrir ráðherrann, að hann geti í raun ráðið þessu en allir halda að hann ráði þessu ekki. Mér finnst það ekki gott.

Hins vegar þurfum við að hafa gott fyrirkomulag utan um sölu á eignarhlutum og meðferð ríkisins á eignarhlutum fjármálafyrirtækja. Sporin hræða aldeilis í þeim efnum og það eru einhver dýpstu sárin í pólitíkinni (Forseti hringir.) jafnan hvernig staðið var að þeim fyrir sölu áður. (Forseti hringir.) Er þetta frumvarp lagt fram til að auka traust á væntanlegu söluferli?