144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:42]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Jú, ég er algjörlega sammála því. Og eins og ég fór yfir í ræðu minni þá skil ég ekki hvert markmið ráðherra er því að hagræðingin er ekki slík miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Það eina sem þessi breyting gerir er að vekja upp tortryggni um að hið pólitíska vald vilji auka áhrif sín á það með hvaða hætti farið verður með þessa eignarhluti, ekki síst þegar kemur til þess að selja þá, ef það verður gert. Þar kemur til hlutur í Íslandsbanka og hlutur í Arion banka og allt að 30% hlutur í Landsbanka. Þetta eru gríðarlegir fjármunir og við þekkjum meðferð Sjálfstæðisflokksins á sameiginlegum eignum þjóðarinnar.